Það getur verið erfitt að koma sér af stað í golfinu og eru því golf básar virkilega góður staður til að
byrja.
Básar hjá Golfklúbbi Reykjavíkur er tilvalinn staður til að byrja því þar er nóg pláss og
hægt að
slá frá 3 mismunandi hæðum.
Flestir golfvellir á Reykjavíkursvæðinu eru með fína aðstöðu sem hægt er að æfa sig eins og til dæmis básum, svo er einnig hægt að æfa stutta spilið með því að nýta sér púttvelli sem eru bæði innanhús og fyrir utan. Það er hægt að æfa sig í því að chippa á útisvæði hjá flestum gólfklúbbum.
Hægt er að skrá sig í gólfkennslu bæði einstakling og í hópi, það getur kostað smá að fara til kennara en það er algjörlega þess virði þar sem maður fær miklu betri undirstöður til að byggja ofan á.
Það er ekki nauðsynlegt að vera stanslaust hjá kennnara heldur er hægt að skrá sig í einn og einn tíma þar sem kennarinn nær að stilla mann af og sér til þess að maður sé ekki að venja sig á slæma siði.
Það er til heill hellingur af sniðugu efni á YouTube eins kennsla og skemmtileg golf video
Hér er YouTube stöðin Good Good þeir gera allskyns skemmtileg golfvideo þar sem þeir fá stundum til sín atvinnukylfinga og halda mót eða eru með "challenges" sem þeir keppa á móti hvort öðrum.
Svo hér er hann Rick Shiels sem er golfkennari og er með heilan helling af kennslumyndböndum sem eru fullkominn fyrir byrjendann. Hann hefur einnig allskyns myndbönd þar sem hann prufar nýjar kylfur og er að bera saman nýjunga í golfbúnaði.