Að byrja í golfi getur virst flókið, en með góðum búnaði verður leikurinn bæði skemmtilegri og auðveldari. Hér er leiðarvísir yfir helsta búnaðinn sem þú þarft til að koma þér af stað í golfinu. Byrjum á golfkúlunni:
Golfkúlur eru mismunandi eftir mýkt og gæði. Byrjendur þurfa ekki að kaupa dýrar kúlur þar sem líklegt er að þær týnist í byrjun og svo mun byrjandi ekki finna mikinn mun á dýrum og ódýrum kúlum. Mjúkar kúlur eru oft betri fyrir stjórn og tilfinningu í höggum.
Golfkylfurnar eru mikilvægasti golfbúnaðurinn. Algengt er að kylfusett innihaldi mismunandi gerðir kylfa
sem eru
hannaðar fyrir misjafnar aðstæður á vellinum, þær eru:
Dræver: Lengsta kylfan með stærsta hausinn. Hún er notuð til að slá löng högg af teig inn á
braut.
Brautartré: Notuð fyrir löng högg af brautinni eða úr grófu svæði. Þær eru auðveldari í
notkun en dræver og henta líka vel af teig.
Járnasett (3-9): Hentar fyrir ýmis konar högg, sérstaklega á brautinni. Því hærri sem talan er,
því hærra
og styttra ferðast boltinn.
Fleygjárn: Þar á meðal eru pitching wedge, sand wedge og lob wedge. Þessar kylfur eru hannaðar
til að slá stutt og nákvæmt, oft til að komast úr sandgryfjum eða nálægt flötinni.
Pútter: Notaður á flötinni til að rúlla boltanum í holuna. Púttari er mikilvægasti
kylfubúnaðurinn
þegar kemur að ná góðum skori.
Ráð fyrir byrjendur: Þú þarft ekki að fjárfesta í fullu setti strax. Einfalt byrjendasett með
nokkrum járnum, fleygjárn og pútter er alveg nóg í byrjun.
Golfpokinn heldur kylfunum skipulögðum og gerir þér kleift að bera þær á vellinum. Tvær algengustu tegundirnar eru:
Burðarpoki: Léttur poki með innbyggðum fótum svo hann standi sjálfur, þæginlegt að setja pokan
frá sér. Fullkominn fyrir þá sem
kjósa að ganga hringinn.
Kerrupoki: Þyngri poki sem er hannaður til að vera á kerru eða golfbíl.
Hann býður yfirleitt upp á meira geymslupláss.
Golfhanski er yfirleitt borinn á þeirri hendi sem er efst á kylfunni semsagt vinstri hönd fyrir rétthenta og hægri hönd fyrir örvhenta. Hanskinn hjálpar til með að fá betra grip og minnkar líkurnar á blöðrum á höndunum.
Golfskór með góðu gripi eru mikilvægir til að halda jafnvægi meðan þú slærð. Golfskór eru yfirleitt með mjúka gúmmí-nagla sem veita gott grip án þess að skemma brautina.
Íslenskt veður getur verið óútreiknanlegt, því er sniðugt að hafa regnheldan jakka, buxur og húfu með sér í golfpokanum