Golf er virkilega skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda með vinum og fjölskyldu eða rækta ný sambönd. Það er lykilatriði að æfa sig bæði í bás og á ýmsum æfingasvæðum og vera var við það sem maður þarf að bæta þegar maður er úti á vellinum. Þessi síða er ætluð fyrir alla þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu og eru hér allar helstu upplýsingar sem byrjandinn gæti þurft að nýta sér. Mikilvægt er að renna vel yfir reglurnar ef maður er að fara taka þátt í móti með öðrum, það flýtir fyrir að hafa reglurnar á hreinu. Ekki gleyma að hafa gaman af sportinu, þótt að maður sé ekki með allt á hreinu í byrjun snýst þetta fyrst og fremst um það að hafa gaman.